• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fyrri úthlutun sumarsins 2015 lokið Séð inn í eldhúsið í Hraunborgum
14
Apr

Fyrri úthlutun sumarsins 2015 lokið

Fyrri úthlutun orlofshúsa sumarið 2015 er nú lokið og verða svarbréf til allra umsækjenda, hvort sem þeir fengu úthlutað eða ekki, póstlögð í fyrramálið. Þeir sem fengu úthlutað geta nú þegar séð bókun sína á Félagavefnum (undir Orlofshús og Bókunarsaga) og geta á sama stað greitt með greiðslukorti vilji þeir nýta vikuna, eða fellt bókunina niður henti hún ekki. Einnig er hægt að ganga frá greiðslu með millifærslu í heimabanka eða á skrifstofu félagsins. Ganga verður frá greiðslu fyrir eindaga sem er 4. maí. 

Eftir eindaga verða allar ógreiddar bókanir felldar niður og teknar til endurúthlutunar. Allir þeir sem ekki fengu úthlutað í fyrri úthlutun eru sjálfkrafa með í endurúthlutun og einnig geta þeir sem voru seinir fyrir skilað inn umsókn. Þeim sem eiga inni umsókn í endurúthlutun er bent á að hægt er að breyta umsókninni fyrir endurúthlutunina til að auka möguleika á að fá úthlutað þá. Nú þegar er hægt að sjá á Félagavefnum (undir Orlofshúsog Laus orlofshús) hvaða vikur gengu ekki út í fyrri úthlutun. Eftir eindaga mun þessum lausu vikum fjölga umtalsvert þegar búið er að fella niður ógreiddar bókanir.

Frestur til að skila nýjum eða breyttum umsóknum í endurúthlutun er til miðnættis 5. maí. Endilega hafið samband við skrifstofu ef aðstoðar er þörf við umsóknarferlið eða ef spurningar vakna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image