• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Apr

Verkfallið mun ná til 116 fyrirtækja á Akranesi

Klukkan 8 í morgun hófst kosningin um verkfall verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði. Formaður ítrekar mikilvægi þess að félagsmenn taki þátt í kosningunni og segi já við verkfalli til að knýja fram þá sanngjörnu kröfu um að lágmarkslaun á Íslandi verði orðin 300.000 kr. eigi síðar en innan 3 ára. 

Kjörgögnin munu berast til félagsmanna í dag og á morgun og nú verða félagsmenn að standa saman allir sem einn því með samstöðu mun okkur takast að ná fram þeirri kröfu að dagvinnulaun verkafólks dugi fyrir lágmarksframfærslu sem hið opinbera hefur gefið út.  

Verkfallið mun hafa mjög víðtæk áhrif hér á Akranesi enda mun það ná til 116 fyrirtækja. Fjölmennustu hóparnir eru eðli málsins samkvæmt tengdir sjávarútvegsfyrirtækjum eins og HB Granda en því til viðbótar mun þetta hafa víðtæk áhrif á starfsemi GMR á Grundartanga, á flutningafyrirtæki, rútufyrirtæki, verktakafyrirtæki, lifrarbræðsluna, hrognavinnslu, ræstingar, bensínstöðvarnar og meira að segja mun þetta verkfall ná til starfsmanna Spalar sem vinna í gjaldskýlinu í Hvalfjarðargöngum. Með öðrum orðum, verkfallið mun hafa mjög víðtæk áhrif jafnt á sjávarútvegsfyrirtæki og ferðaþjónustu sem og önnur fyrirtæki.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image