• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Jan

Aðalfundum Matvæladeildar og Iðnsveinadeildar lokið

Aðalfundum Matvæladeildar og Iðnsveinadeildar lauk í kvöld.  Iðnsveinadeildin hélt reyndar sinn fund í gærkveldi, en Matvæladeildin í kvöld.  Fram kom á aðalfundi Matvæladeildar að starfsmenn Fiskimjölsverksmiðju HB-Granda hafa verulegar áhyggjur af þeirri staðreynd að loðnu og kolmuna hefur vart verið landað hér síðan í haust.  Bæði Víkingur Ak og Ingunn AK hafa landað megninu af sínum afla fyrir austan.  Hafa tekjur starfsmanna verksmiðjunnar skerst verulega vegna þessa.  Formaður félagsins mun óska eftir fundi með forsvarsmönnum HB-Granda til að reyna að fá nánari upplýsingar fyrir starfsmenn verksmiðjunnar.  Því eðli málsins samkvæmt verða starfsmenn að fá vita hvort þetta fyrirkomulag á löndunum skipa HB-Granda sé komið til að vera eða ekki.  Á aðalfundunum var kosið í stjórnir þessara deilda og eru þær skipaðar eftirtöldum aðilum:

Í stjórn Iðnsveinadeildar eru Snorri Guðmundsson meðstjórnandi, Grímar Teitsson varameðstjórnandi, Gísli Björnsson ritari og vararitari Arnar Þór Erlingsson.  Formaður deildarinnar er Sigurður Guðjónsson og varaformaður er Guðmundur Rúnar Davíðsson.

Í stjórn Matvæladeildar eru Skúlína Guðmundsdóttir meðstjórnandi, Björgólfur Einarsson varameðstjórnandi, ritari Eðvarð Ingi Árnason og vararitari er Sigurður Hauksson.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image