• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Kvennafrídagurinn- skrifstofa VLFA lokar klukkan 14:00 Starfsmenn Verkalýðsfélags Akraness senda konum baráttukveðjur
24
Oct

Kvennafrídagurinn- skrifstofa VLFA lokar klukkan 14:00

Í dag 24. október verður skrifstofa Verkalýðsfélags Akraness lokað klukkan 14:00 í tilefni af kvennafrídeginum.  Eins og allir vita Þá er kvennafrídagurinn – dagurinn þar sem konur meta árangur jafnréttisbaráttunnar og brýna sig til frekari baráttu. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði er því miður bláköld staðreynd og er samfélagslegt mein sem verður að vinna bug á.

Það liggur fyrir að meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.

Verkalýðsfélags Akraness hvetur konur til að taka þátt í því að ganga út á slaginu 14:38 og sækja útifundi og viðburði um allt land í tilefni dagsins. Íslenskar konur hafa vakið verðskuldaða athygli um allan heim vegna baráttugleði og skilyrðislausrar kröfu um jafnrétti en baráttunni en hvergi nærri lokið. Stöndum saman og útrýmum birtingamyndum misréttis!

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image