Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Ágreiningur um greiðslur á stórhátíðardögum hjá Norðuráli tekinn fyrir í Félagsdómi
Ágreiningur um greiðslu fyrir vinnu á stórhátíðardögum hjá Norðuráli var…
Formaður SGS og forseti ASÍ heimsóttu Drífanda stéttarfélag og kynntu sér atvinnulífið í Vestmannaeyjum
Formaður Starfsgreinasambands Íslands, Villi, ásamt Finnbirni Hermannssyni forseta ASÍ og…


Undirbúningur vegna komandi verkfalla stendur nú yfir af fullum þunga innan landsbyggðarfélaga Starfsgreinasambands Íslands. Eins og fram hefur komið í fréttum þurfti SGS að draga kosningu sem hafin var um verkfall til baka en það var vegna þess að Samtök atvinnulífsins höfðu lýst því yfir að þau ætluðu að fara með kosninguna fyrir félagsdóm og fella hana á tæknilegum atriðum. Með öðrum orðum, Samtök atvinnulífsins eru ekki tilbúin til að mæta íslensku verkafólki í verkfallsátökum heldur munu þau reyna að koma í veg fyrir verkföll með því að draga kosningar í efa og færa þær inn á borð félagsdóms.