• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Mar

VLFA innheimtir 2,4 milljónir fyrir félagsmenn

Mál tengd varðveislu hinna ýmsu réttinda félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness koma oft inn á borð félagsins. Til að sýna fram á hversu mikilvægt það getur verið fyrir starfsmenn að vera aðilar að stéttarfélagi nægir að nefna að Verkalýðsfélag Akraness hefur innheimt vegna hinna ýmsu kjarasamningsbrota uppundir 300 milljónir frá árinu 2004. Eru þetta allt mál þar sem félagsmenn hafa nauðbeygðir þurft að leita til félagsins við að ná lausn á þeim ágreiningsefnum sínum við vinnuveitendur. 

Þessi réttindabarátta er viðvarandi og sem dæmi þá náði Verkalýðsfélag Akraness sátt í máli við Akraneskaupstað sem skilaði félagsmanni 705.000 kr. í dag og í liðinni viku kláruðust þrjú önnur mál þar sem félagið náði að innheimta 1,3 milljón vegna vangreiddra launa vegna gjaldþrots tveggja fyrirtækja og einnig náðist dómssátt í öðru innheimtumáli þar sem félagsmaður mun fá 376.000 kr. vegna vangreiddra launa. Þannig að bara í síðustu viku tókst VLFA að verja réttindi sinna félagsmanna um sem nam 2,4 milljónum. Það skiptir máli að leita til stéttarfélagsins ef fólk telur að verið sé að brjóta á sér enda eiga stéttarfélögin að standa þétt að baki sínum félagsmönnum við varðveislu á réttindum þeirra.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image