• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Dec

Fundað um kjarasamning Norðuráls

Eftir miklar uppákomur í samninganefnd Norðuráls óskuðu trúnaðarmenn allra félaga eindregið eftir því við formann Verkalýðsfélags Akraness á fundi í síðustu viku að hann kæmi aftur inn í samninganefndina og myndi leiða þessar viðræður ásamt aðaltrúnaðarmanni. Fram kom hjá formanni á þessum fundi að trúnaður á milli félaganna sem eiga aðild að stóriðjusamningunum á Grundartanga væri alls ekki til staðar en hinsvegar samþykkti formaður að gera lokatilraun til að eiga samstarf við áðurnefnd félög við gerð þessa kjarasamnings.

Haldnir hafa verið þrír fundir í húsakynnum sáttasemjara. Eins og staðan er í dag er lítið að frétta, búið er að fara ítarlega yfir alla kröfugerðina og útskýra alla liðina er lúta að henni. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudaginn kemur. Má vænta einhverra viðbragða af hálfu forsvarsmanna Norðuráls hvað kröfugerðina sjálfa varðar á þeim fundi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image