• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Dec

Sólarkísilverksmiðjan á fleygiferð

Þessa dagana berast afar jákvæðar fréttir af Silicor materials sólarkísilverksmiðjunni sem til stendur að reisa á Grundartanga. Hvalfjarðarsveit sem fer með aðalskipulag svæðisins lét óháða aðila gera umhverfismat á þessari nýju verksmiðju og það er skemmst frá því að segja að í niðurlagi þeirrar skýrslu kemur fram að þessi nýja sólarkísilverksmiðja verði umhverfisvænasta stóriðjan til þessa.

Í gær samþykkti Hvalfjarðarsveit breytingu á aðalskipulagi og eftir upplýsingum formanns ganga aðrir þættir mjög vel hjá forsvarsmönnum Silicor eins og til dæmis fjármögnun og samningar við orkufyrirtæki. Því er æði margt sem bendir til þess í ljósi þess að ýmsum ljónum á veginum hefur verið rutt úr vegi að framkvæmdir gætu jafnvel hafist í byrjun næsta árs. En það er eins og með allar framkvæmdir, ekki er hægt að fagna endanlega fyrr en allir samningar hafa verið undirritaðir og skóflustungan hefur verið tekin.

Það er morgunljóst að hér er um gríðarlega jákvæða uppbyggingu að ræða sem mun skipta sköpum fyrir Akurnesinga og Hvalfjarðarsveit sem og reyndar landið allt, einfaldlega vegna þess að hér er um 440 vel launuð gjaldeyrisskapandi störf að ræða enda þarf íslenskt þjóðarbú á gjaldeyrisskapandi störfum að halda til að geta rekið menntakerfi, heilsugæslu, löggæslu og önnur mikilvæg innviði samfélagsins.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image