• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Dec

Þing sjómannasambandsins

Í gær og í dag stendur yfir þing Sjómannasambands Íslands en fulltrúi sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness á þessu þingi er formaður félagsins. Þetta þing er haldið í skugga þess að sjómenn hafa verið kjarasamningslausir í tæp 4 ár.

Formaður hélt stutta ræðu á þinginu í gær og sagði að það væri þyngra en tárum taki fyrir sjómenn að vera búnir að vera samningslausir í 4 ár í ljósi þeirrar bláköldu staðreyndar að afkoma sjávarútvegsins á þessum fjórum árum hefur verið ævintýraleg. Nefndi formaður sem dæmi að skuldir sjávarútvegsins 2008 hefðu verið 564 milljarðar en væru í dag rúmir 360 milljarðar og hefðu því lækkað um allt að 200 milljarða á þessum árum. Formaður benti einnig á að hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja hafi einnig verið gríðarlegur, hann var 53 milljarðar árið 2013 eftir skatta en 47 milljarðar árið þar á undan.

Það kom fram í ræðu formanns að stærsta hagsmunamálið hjá sjómönnum væri verðmyndun á sjávarafurðum en þar hafi útgerðarmenn geta fengið að skýla sér á bakvið Verðlagsstofu skiptaverðs sem væri handónýtt apparat sem þyrfti að breyta án tafar. Það verður að markaðstengja allar sjávarafurðir og það er ljóst að með slíku myndi komast á eðlileg verðmyndun en það er einnig ljóst að sjómenn eru að verða af umtalsverðum tekjum ár hvert sem og samfélagið allt.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image