• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Mar

Hörkugóð ádeila frá fiskvinnslufólki HB Granda á Akranesi - Nýtt myndband

Það er óhætt að segja að starfsfólk í frystihúsi HB Granda á Akranesi hafi lagt hönd á plóg við að efla baráttuandann fyrir komandi átök, en þau gáfu út myndband við þekkt lag og ber lagið titilinn "Sveiattan". Textasmíði og söngur er í höndum fiskvinnslukonunnar Jónínu B. Magnúsdóttur, sem er félagsmaður í Verkalýðsfélagi Akraness. Þetta er hörkugóð ádeila á þá bláköldu staðreynd að kjör fiskvinnslufólks eru eigendum sjávarútvegsfyrirtækja til ævarandi skammar í ljósi þeirra bláköldu staðreynda að hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja á undanförnum árum nemur 40-60 milljörðum ár hvert og arðgreiðslur streyma til eigenda eins og enginn sé morgundagurinn. 

Að halda því fram að ekki sé hægt að lagfæra laun fiskvinnslufólks svo einhverju nemi er rakalaus þvæla eins og fram kemur í þessu myndbandi frá frystihússkonunum á Akranesi. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan, sjón er sögu ríkari.

 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image