• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Mar

Líklegt að það styttist í verkfallsaðgerðir

Það er óhætt að segja að lítið sé að frétta af kjarasamningsviðræðum á hinum almenna vinnumarkaði en eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá lagði Starfsgreinasamband Íslands fram kröfugerð sem lýtur að því að stigin verði jöfn og þétt skref í átt til þess að dagvinnulaun dugi fyrir lágmarksframfærslu. Krafan gengur út á það að lágmarkslaun verði orðin 300.000 kr. innan þriggja ára. 

Á morgun verður haldinn fundur hjá ríkissáttasemjara og það er æði margt sem bendir til þess að ef ekki fást nein svör frá Samtökum atvinnulífsins hvað kröfugerð SGS varðar þá séu meiri en minni líkur á að viðræðum verði slitið eða að lýst verði yfir árangurslausum viðræðum hjá sáttasemjara. Slíkt er forsenda fyrir því að hægt sé að hefja kosningu varðandi verkfallsaðgerðir. 

Það er mat formanns Verkalýðsfélags Akraness að fátt geti komið í veg fyrir að verkfall skelli á í byrjun aprílmánaðar enda er enga viðleitni af hálfu Samtaka atvinnulífsins að finna þar sem þeir hafa alfarið hafnað kröfugerð SGS. Það verður fróðlegt að sjá hvernig fundurinn fer á morgun en eins og áður sagði mun sá fundur skýra hvort hafinn verði undirbúningur að kosningu um verkfall eða ekki.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image