• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Mar

Formaður VLFA á fundi velferðarnefndar

Húsnæði nefndasviðs AlþingisFormaður Verkalýðsfélags Akraness var boðaður á fund hjá velferðarnefnd Alþingis í morgun. Ástæðan var umsögn um tillögu til þingsályktunar um útreikning nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili.

Formaður fór og hitti nefndina og fagnaði innilega þessari tillögu til þingsályktunar því það er gríðarlega mikilvægt að gert verði framfærsluviðmið sem kveður skýrt á um hvað einstaklingur þurfi að lágmarki í ráðstöfunartekjur til að geta framfleytt sér frá mánuði til mánaðar og haldið mannlegri reisn. En því miður eru þau neysluviðmið sem nú eru í umferð ekki með þeim hætti enda er til dæmis húsnæðisliðurinn ekki inni í þeim neysluviðmiðum sem bæði velferðarráðuneytið og Umboðsmaður skuldara notast við. 

Það skiptir miklu máli fyrir til dæmis verkalýðshreyfinguna að fá lágmarksframfærsluviðmið sem yrði hafið yfir allan vafa upp á yfirborðið en slíkt lágmarksviðmið gæti orðið gott og þarft tæki í baráttunni til að lagfæra kjör þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Það liggur fyrir að lágmarkslaun á Íslandi duga á engan hátt fyrir þeim framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út og ekki ríkir full sátt um. 

Verkalýðsfélag Akraness skorar á Alþingi Íslendinga að vanda vel til við útreikning nýrra neysluviðmiða og horfa fyrst og fremst á þörfina, ekki neysluna, og tryggja að fram komi lágmarksframfærsluviðmið sem kveður algjörlega á um hvað einstaklingur þarf að lágmarki til að geta lifað frá mánuði til mánaðar.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image