• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Mar

Er tæplega 80% launahækkun forstjóra OR með samþykki...

Formaður félagsins var í umræðuþættinum Eyjunni hjá Birni Inga Hrafnssyni á föstudaginn þar sem kjaramálin, vaxtamál bankanna og önnur hagsmunamál íslensks verkafólks voru til umræðu. Þar kom skýrt fram hjá formanni að krafa verkafólks í komandi kjarasamningum sé sanngjörn, eðlileg og réttlát enda byggist hún á því að stigin verið jöfn, þétt og ákveðin skref í átt til þess að dagvinnulaun verkafólks dugi fyrir framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út og að verkafólk geti haldið mannlegri reisn. 

Formaður kom inn á okurvexti bankanna og nefndi hann að bankarnir hefðu fengið lánasöfn heimilanna með miklum afslætti úr gömlu bönkunum á sínum tíma og væru nú að rukka heimilin upp í topp og enn héldu bankarnir áfram að níðast á neytendum í formi okurvaxta. Hann nefndi að hagnaður bankanna frá hruni sé 370 milljarðar en á síðasta ári nam hagnaðurinn 80 milljörðum. Hagnaður bankanna einungis vegna þjónustugjalda nam 30,6 milljörðum sem er  meiri hagnaður heldur en hagnaður þriggja stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna á Íslandi. 

Formaður vék einnig að þeirri gríðarlegu launahækkun sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur fengið á síðustu 4 árum en laun hans hafa hækkað um 1 milljón króna á þessum tíma eða að meðaltali um 250.000 kr. á ári. Eins og allir vita greip Orkuveita Reykjavíkur til gríðarlegra aðhaldsaðgerða og gjaldskrárhækkana í kjölfar hrunsins enda kom fram hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins að verið væri að berjast fyrir að halda fyrirtækinu lifandi og að herða þyrfti ólina allhressilega eins og fram kom hjá núverandi forstjóra fyrirtækisins þegar hann tók við. 

Allir muna þegar að 65 starfsmönnum Orkuveitunnar var sagt upp í október 2010 og viðskiptavinir Orkuveitunnar hafa svo svannarlega fengið að finna fyrir gjaldskrárhækkunum enda liggur fyrir að gjaldskrár fyrirtækisins hafa hækkað um 50-60% eins og til dæmis rafmagn og heita vatnið. Það er greinilegt að forstjórinn hefur hert ólina vel að starfsmönnum og viðskiptavinum Orkuveitunnar en sleppt sjálfum sér svo um munar. Formaður spyr sig reyndar að því í ljósi þeirrar bláköldu staðreyndar að Orkuveita Reykjavíkur er í eigu Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar og að þessi sveitarfélög lögðu til ábyrgð upp á 10-12 milljarða til að bjarga fyrirtækinu á sínum tíma hvort að þessi 80% launahækkun forstjórans sé gerð með samþykki borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image