• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Mar

Samningafundur hjá Norðuráli í dag

Í dag verður haldinn samningafundur hjá ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings Norðuráls. Nú eru liðnir heilir 2 mánuðir frá því að kjarasamningurinn rann út og þrátt fyrir umtalsverðar tilraunir til að ná fram viðunandi nýjum samningi þá hefur það ekki tekist til þessa. Enn ber töluvert á milli deiluaðila og ekki er útilokað að það muni draga til tíðinda á fundinum í dag því væntanlega munu forsvarsmenn fyrirtækisins leggja fram tilboð til lausnar þessari deilu. 

Forsvarsmenn Norðuráls hafa nýverið opnað á að miða launahækkanir við launavísitölu heildarlauna sem birtist einu sinni á ári.  Formaður félagsins hefur verið að skoða þennan möguleika en hefur hafnað því að miða við þessa launavísitölu enda birtist hún einungis einu sinni á ári og því til viðbótar er hún að gefa mun minna en launavísitala launa sem Hagstofan birtir í hverjum mánuði.  Formaður hefur komið þeim skilaboðum til forsvarsmanna Norðuráls að ef það á að miðja við launavísitölu þá verði það að vera sú sem birtist í hverjum mánuði en alls ekki þessi sem birtist einu sinni á ári.  Núna er því boltinn hjá forsvarsmönnum Norðuráls en þeir hafa ekki tekið vel í að miða við launavísitölu launa sem birtist í hverjum mánuði og hafa sagt að ef það yrði gert þyrfti að miða við ca 80% af launavísitölunni því inní launavísitölu launa sem birtist í hverjum mánuði séu starfsaldurshækkanir og annað slíkt þeir geta því ekki sætt sig við að miða við 100% af launavísitölunni.  Formaður hefur hafnað að miða einungis við 80% því það sé ljóst að starfsaldurshækkanir séu alls ekki 20% af launavísitölunni.  Með öðrum orðum þá hefur VLFA hafnað því að miða við þessa launavísitölu heildarlauna enda gefur hún minna og einnig hefur félagið hafnað að miða við 80% af launavístölu launa sem birtist í hverjum mánuði, en vonandi náum við að komast í gegnum þennan ágreining en eins og staðan er núna getur brugðið til beggja vona.  En VLFA mun standa fast fyrir nú sem hingað til.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image