• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Feb

Mikið að gera í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn

Mjög annasamt hefur verið á skrifstofu félagsins að undanförnu í verkefnum sem tengjast hagsmunagæslu fyrir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness og fjölmörg mál hafa verið til skoðunar. 

Í gær náðist sátt um eitt málið, en það laut að kauptryggingu skipverja á togara þegar skipið fór í slipp í einn mánuð. Útgerðin ákvað að greiða skipverjum einungis 50% af kauptryggingu en ekki 100% eins og kjarasamningar kveða á um. Að sjálfsögðu gerði Verkalýðsfélag Akraness alvarlega athugsemdir við þessa afgreiðslu útgerðarinnar, en eftir umræður við forsvarsmenn útgerðarinnar féllust þeir á rök félagsins og ákváðu að greiða skipverjum fulla kauptryggingu.

Einnig náði félagið sátt í máli sem varðaði veikindalaun skipverja, en sú hagsmunagæsla skilaði skipverjanum hundruðum þúsunda króna. Einnig gerði félagið athugasemdir við lokauppgjör hjá verkamanni, en þar vantaði ýmsar greiðslur eins orlof, fasta yfirvinnu og fleira og skilaði þessi vinna félagsmanninum vel á annað hundrað þúsund krónum.

Þessu til viðbótar er félagið nú með nokkur stór mál til skoðunar sem klárlega skipta milljónum króna fyrir þá félagsmenn sem um ræðir.

Verkalýðsfélag Akraness skorar á félagsmenn sína að fylgjast vel með launaseðlum sínum og hika ekki við að hafa samband við skrifstofu félagsins ef minnsti grunur leikur á að verið sé að brjóta á réttindum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image