• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Dec

VLFA lætur gott af sér leiða

Verkalýðsfélag Akraness hefur í ár eins og undanfarin ár útdeilt styrkjum úr styrktarsjóði félagsins. Þessi styrktarsjóður er þannig til kominn að Landsbankinn greiðir VLFA 800.000 kr. á ári vegna viðskipta og félagið lætur þá upphæð síðan renna til hinna ýmsu góðgerðarmála.

Hinsvegar hefur félagið á þessu ári útdeilt hærri upphæð en þessum 800.000 kr. og er það gert í ljósi þess að félagið átti 90 ára afmæli 14. október síðastliðinn.

Þau verkefni sem Verkalýðsfélag Akraness styrkti á því ári sem nú er senn á enda eru eftirfarandi:

 

Kaup á sneiðmyndatæki á Heilbrigðisstofnun Vesturlands (2,3 milljónir)

Mæðrastyrksnefnd

Akraneskirkja

Körfuknattleiksfélag Akraness

Bjargir - forvarnir og fræðsla

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands


Samtals voru þeir styrkir sem félagið veitti að upphæð 3.120.000 kr.

Verkalýðsfélagi Akraness finnst gott og gagnlegt að geta stutt hin ýmsu góðgerðarmál enda skiptir það gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið í heild sinni að félagasamtök létti undir til dæmis hjá þeim sem minna mega sín í íslensku samfélagi.

Varðandi sneiðmyndatækið þá er hér um heilsufarslegt öryggi að ræða fyrir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness að ræða enda skiptir máli fyrir félagsmenn að til staðar sé öflug heilbrigðisþjónusta með góðum tækjakosti því það illkynja sjúkdómar séu greindir snemma getur oft skilið á milli lífs og dauða.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image