• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Kynningafundur um nýja sólarkísilverksmiðju Á þessari mynd má sjá reitinn sem fyrirhugað er að nýja verksmiðjan rísi.
09
Feb

Kynningafundur um nýja sólarkísilverksmiðju

Síðastliðinn föstudag héldu forsvarsmenn Silicor Materials kynningarfund í bæjarþingsalnum á Akranesi um hið gríðarstóra verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að, en fyrirhugað er að reisa öfluga sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Um er að ræða mjög stóra verksmiðju á íslenskan mælikvarða, sem gæti framleitt um 19 þúsund tonn af kísil á ári og mun verksmiðjan skapa gríðarlegan fjölda nýrra starfa, en áætlað er að um 450 manns muni starfa í verksmiðjunni þegar starfsemin verður komin á fulla ferð.

Fundinn sátu sveitarstjórnarmenn, þingmenn norðvestur-kjördæmis auk fleiri hagsmunaaðila. Á fundinum fór Davíð Stefánsson talsmaður fyrirtækisins yfir stöðuna og kom fram að allt væri samkvæmt áætlun og afar fátt sem getur komið í veg fyrir það að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Það kom fram í kynningu Stefáns að fyrirtækið hefur lagt gríðarlega vinnu í undirbúning verkefnisins og til dæmis liggur fyrir að þeir sem standa að þessu verkefni munu leggja til 40% eiginfjárhlutfall sem sýnir hversu gríðarlega trú menn hafa á þessu verkefni.

Það er morgunljóst að þessi nýja sólarkísilverksmiðja mun verða gríðarlega mikilvæg fyrir samfélögin hér í kring og mun styrkja atvinnustoðir samfélaganna en frekar. Það er ekki aðeins um 450 gjaldeyrisskapandi störf að ræða, heldur hafa óháðar rannsóknir sýnt fram á að þessi sólarkísilverksmiðja verði ein umhverfisvænasta á landinu.

Það er morgunljóst að mörg sveitafélög öfunda okkur Akurnesinga og Hvalfjarðasveit af þeirri gróskumiklu starfsemi sem finnst á Grundartanga og ekki mun það skemma fyrir að fá þetta öfluga fyrirtæki sem Silicor Materials er, enda skapar það eins og áður sagði 450 ný störf.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image