• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Dec

Aðalfundur sjómannadeildar á morgun

Frá AkraneshöfnFrá AkraneshöfnAðalfundur sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness verður haldinn á morgun í fundarsal félagsins að Sunnubraut 13 og hefst hann kl. 14.

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti:

1. Venjubundin aðalfundarstörf.

2. Önnur mál.

Að sjálfsögðu er um margt að ræða þegar kemur að kjaramálum sjómanna og nægir að nefna að sjómenn eru nú búnir að vera án kjarasamnings í hartnær 4 ár sem verður að teljast með hreinustu ólíkindum. Það sem brennur helst á sjómönnum fyrir utan það að ná fram kjarasamningi er verðmyndun á sjávarafurðum en hún hefur verið á algjörum villigötum í gegnum árin enda gengur það ekki upp að útgerðaraðilar komi að verðmyndun eins og nú er í gegnum Verðlagsstofu skiptaverðs. Þetta er eitt af brýnustu verkefnunum að leysa enda liggur fyrir að fiskverð er 30-60% lægra samkvæmt Verðlagsstofuverði sé miðað við fiskverð á mörkuðum. Eins og áður sagði er þetta eitt af stóru málunum sem þarf að taka á.

Sjómenn eru hvattir til að mæta og fara yfir stöðuna eins og hún er í dag.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image