• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
Feb

Níundi fundurinn í kjaradeilu við Norðurál var haldinn í gær

Í gær var haldinn níundi samningafundurinn í kjaradeilu stéttarfélaganna við Norðurál, en eins og áður hefur komið fram þá var þessari deilu vísað til ríkissáttasemjara fyrir áramót. Fundurinn í gær var sá fimmti sem haldinn er undir handleiðslu ríkissáttasemjara en áður en deilunni var vísað til hans höfðu stéttarfélögin átt fjóra fundi með forsvarsmönnum Norðuráls.

Á fundinum í gær var farið yfir hin ýmsu mál er lúta að kröfugerð stéttarfélaganna og sumt skýrðist en annað ekki. Töluvert ber enn á milli deiluaðila en eins og í öllum kjaradeilum þá er það jákvætt á meðan aðilar tala saman, eins og allir vita þá ná samningsaðilar ekki samningi nema samræður eigi sér stað. Það er svo sem enginn launung á því að enn ber talsvert á milli deiluaðila, en stóru kröfurnar eru þær að grunnlaun starfsmanna hækki umtalsvert á fyrsta ári og tekið verði upp nýtt 8 tíma vaktakerfi með sambærilegum hætti og tíðkast hjá Elekm Ísland. Það liggur hins vegar fyrir að þeirri kröfu hafa forsvarsmenn Norðuráls alfarið hafnað.

Næsti fundur verður mánudaginn 16. febrúar og á þeim fundi mun væntanlega skýrast hvort grundvöllur sé fyrir frekari viðræðum eða hvort viðræðurnar sigli endanlega í strand, en að sjálfsögðu standa vonir til að forsvarsmenn Norðuráls komi með eitthvað útspil á þeim fundi sem færir deiluaðila nær hverjum öðrum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image