• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Feb

Samningafundur vegna Norðuráls

Í dag verður haldinn tíundi samningafundurinn hjá ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings starfsmanna Norðuráls, en eins og áður hefur komið fram hér á síðunni þá rann samningurinn út um síðustu áramót.

Það er svo sem enginn launung á því að töluvert ber ennþá á milli samningsaðila en hins vegar er ætíð von að saman dragi með aðilum á meðan viðræður eiga sér stað. Það liggur fyrir að starfsmenn Norðuráls eygja von um góðan samning enda hefur rekstur Norðuráls blessunarlega ætíð gengið mjög vel, en fyrirtækið er eitt besta rekna fyrirtæki á landinu og hefur skilað hagnaði nánast öll þau ár sem það hefur verið starfrækt. Á þeirri forsendu vilja starfsmenn eðlilega fá aukna hlutdeild í þessari góðu afkomu.

Á fundinum í dag verður farið yfir hin ýmsu atriði er snúa að kröfugerð stéttarfélaganna, en ein aðalkrafan er hvellskýr: að grunnlaun fyrir dagvinnu hækki umtalsvert enda eru grunnlaunin í dag því miður alltof lág og þar verður að verða umtalsverð breyting á í komandi kjarasamningi.

Það er morgunljóst að miklu máli skiptir fyrir alla að samningsaðilar nái saman sem fyrst, því álögur á almenning í þessu landi hafa hækkað gríðarlega á undanförnum árum og misserum og því mikilvægt að starfsmenn Norðuráls sem og annað launafólk fái lagfæringu á sínum launum til að geta meðal annars mætt þessum kostnaðarauka sem heimili landsins hafa þurft að taka á sig í gegnum árin.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image