• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Feb

Fundur um verðtryggingu í Háskólabíói í kvöld

Í kvöld verður haldinn í Háskólabíói kl. 20 fundur undir yfirskriftinni "Verðtryggingin bíður dóms." Að þessum fundi standa Hagsmunasamtök heimilanna og hefur formanni Verkalýðsfélags Akraness verið boðið að sitja í pallborði. Verkalýðsfélag Akraness hefur svo sannarlega látið sig varða málefni og skaðsemi verðtryggingar í gegnum tíðina. Meðal annars er félagið með mál fyrir dómstólum um ólögmæti verðtryggingar er lýtur að 0% verðbólguviðmiði í greiðsluáætlunum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hefur EFTA dómstóllinn dæmt í þessu máli um að fjármálastofnunum sé óheimilt að miða við 0% verðbólgu í lánasamningum neytenda. 

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nýlega í máli Hagsmunasamtakanna að slíkt væri ólöglegt en dæmdi engin viðurlög hvað það varðar sem er óskiljanlegt og vonandi verður þessari niðurstöðu snúið við í dómskerfinu eins fljótt og verða má. 

Á fundinum í kvöld verða:

- Vilhjálmur Bjarnason (ekki fjárfestir), formaður HH 
- Jacky Mallet, Vitvélastofnun Íslands 
- Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur 
- Þórður Heimir Sveinsson, lögmaður HH 
- Aðalsteinn Sigurðsson, lögfræðingur 
- Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA 
- Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image