• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Feb

Kynning fyrir nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hélt kynningu fyrir nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands í morgun um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði og þá þjónustu sem stéttarfélagið veitir sínum félagsmönnum. 

Það var afar ánægjulegt að uppundir 40 nemendur sátu þessa kynningu og höfðu mikinn áhuga á starfsemi stéttarfélaganna. Fór formaður vel og vandlega yfir mikilvægi þess að launafólk sé vel upplýst og meðvitað um sín réttindi gagnvart sínum vinnuveitanda. Það er hlutverk stéttarfélaganna að upplýsa unga fólkið um réttindi og skyldur á hinum almenna vinnumarkaði og mikilvægi þess að unga fólkið sé meðvitað um að standa sig vel í vinnu og vera með gott orðspor. Staðreyndin er sú að gott orðspor í vinnu gefur fólki betri möguleika á að fá góð störf og góð kjör. 

Eftir kynninguna spurðu nemendur formann fjölmargra spurninga sem hann svaraði eins vel og kostur var á og ítrekaði hann við nemendur að kynna sér vel inni á heimasíðu félagsins öll þau réttindi sem félagið býður upp á. Það er dapurlegt ef fólk verður af réttindum sem það sannarlega á rétt á. Fleiri myndir frá kynningunni má sjá hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image