• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Feb

Aðalfundir deilda VLFA haldnir á miðvikudag

Á miðvikudaginn var haldinn aðalfundur allra deilda Verkalýðsfélags Akraness að undanskilinni sjómanandeildinni en þær deildir sem um ræðir eru matvæladeild, almenn deild, stóriðjudeild, iðnsveinadeild og opinber deild. 

Mætingin á fundinn var bara nokkuð góð, uppundir 30 manns, en þessi háttur hefur verið hafður á í nokkur ár að halda aðalfundi sameiginlega. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa fór formaður yfir rekstur félagsins á liðnu ári og komandi kjarasamninga. 

Fram kom í máli formanns að reksturinn gengur mjög vel, það fjölgar jafnt og þétt í félaginu og félagið er það lánsamt að hafa eitt besta atvinnustig á landinu. Skiptir þar mestu máli Grundartangasvæðið og sú mikla uppbygging sem þar er og einnig hafa orðið algjör straumhvörf hjá HB Granda en þar hefur störfum í fiskvinnslu fjölgað gríðarlega á liðnum misserum. 

Formaður fór yfir komandi kjarasamninga og það var afar ánægjulegt að heyra þann tón og þá samstöðu sem ríkti á meðal fundarmanna um að kjör verkafólks verði að lagfæra í komandi kjarasamningum þannig að þau dugi í það minnsta fyrir lágmarksframfærslu og að það verði að gerast með góðu eða illu.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image