• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fulltrúar Silicor sólarkísilverksmiðjunnar í heimsókn hjá VLFA Hér sést hvar verksmiðjunni er ætlað að rísa
13
Nov

Fulltrúar Silicor sólarkísilverksmiðjunnar í heimsókn hjá VLFA

Á þriðjudaginn síðastliðinn komu fulltrúar Silicor materials á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness til að ræða um væntanlega sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins á Grundartangasvæðinu. Fundurinn var mjög ánægjulegur og fróðlegur og var farið ítarlega yfir ýmislegt sem miklu máli skiptir í tengslum við nýju verksmiðjuna.

Það kom fram hjá fulltrúunum að það sé ekki spurning hvort þessi verksmiðja rísi heldur hvenær og stefnt er á að framkvæmdir eigi að geta hafist í janúar á næsta ári ef allt gengur upp. Það þarf ekki að fara í grafgötur með það hversu gríðarlega jákvæðar fréttir þetta eru enda mun þessi verksmiðja skila allt að 440 vel launuðum störfum. Þetta mun þýða að það verður samkeppni um vinnuafl á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness og samkeppni getur aldrei verið til annars en góðs enda munu fyrirtæki þurfa að keppa um gott starfsfólk.

Til að fá gott starfsfólk þurfa atriði eins og aðbúnaður, laun, vinnuumhverfi og vinnutími að vera góð. Þetta var meðal þess sem fulltrúar Silicor voru að kynna sér hjá formanni félagsins og fór formaður yfir það með þeim hvernig kjör á Grundartangasvæðinu eru og lagði áherslu á hversu gríðarlega mikilvægt það er að þessi nýi vinnustaður verði fjölskylduvænn. Lykillinn að því er að vaktakerfi fyrirtækisins séu 8 tímar en ekki 12 tímar. Þá upplýsti formaður félagsins fulltrúa Silicor um að mikil ánægja sé með vaktakerfið hjá Elkem Ísland sem byggist á því að starfsmenn vinna 6 vaktir á 5 dögum og eiga svo 5 daga frí en hér er um 8 tíma vaktir að ræða.

Eins og áður sagði var þetta ánægjulegur fundur og verður vel fagnað þegar framkvæmdir hefjast. Eins og áður sagði kom fram hjá fulltrúum Silicor að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær framkvæmdir hefjist en áætlað er að fyrsti áfangi verði klár í júní 2016 sem þýðir í raun og veru að ráðningar gætu þurft að hefjast um mitt næsta ár enda mun þurfa að fara fram víðtæk þjálfun áður en starfsemin fer á fulla ferð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image