• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Nov

Sigur í EFTA málinu - rétt skal vera rétt

Í gærmorgun skilaði EFTA dómstóllinn loks frá sér álitinu sem lengi hefur verið beðið eftir og svaraði þar með þeirri mikilvægu spurningu um hvort fjármálastofnunum hafi verið heimilt að miða við 0% verðbólgu í greiðsluáætlunum og lánasamningum. Niðurstaðan var nákvæmlega sú sem vænst var, þegar greiðsluáætlun er gerð þá er óheimilt að gera ráð fyrir 0% verðbólgu, enda skekkir slíkt það mat sem lántaki getur lagt á raunverulegan kostnaði við verðtryggt lán. Í álitinu er þetta orðað svo: "Þegar láns­samn­ing­ur er bund­inn við vísi­tölu neyslu­verðs, sam­rým­ist það ekki til­skip­un 87/​102/​EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við út­reikn­ing á heild­ar­lán­töku­kostnaði og ár­legri hlut­fallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgu­stig á lán­töku­degi er ekki 0%".

Það er óhætt að segja að fjármálaelítan nötri af hræðslu yfir þessu ráðgefandi áliti og reynir að gera eins lítið úr því eins og kostur er. Álitið er þó hvellskýrt og dómstólar hafa aldrei farið gegn ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. En hvað þýðir það þegar fjármálastofnanir miða við 0% verðbólgu á 20 milljóna króna verðtryggðu láni til 40 ára með 3,85% vöxtum í greiðsluáætlun? Jú, lánið lítur alls ekki illa út á pappírum, það á strax að byrja að lækka og heildarkostnaðurinn við þetta 20 milljóna króna lán á þessum 40 árum á að vera samkvæmt greiðsluáætluninni 35 milljónir. En ef miðað er við 5,6% verðbólgu í greiðsluáætluninni, sem er meðaltalsverðbólga frá því mælingar á henni hófust, þá væri heildarkostnaðurinn vegna þessa 20 milljóna króna láns 109 milljónir! Sú blekking að miða við 0% verðbólgu eins fjármálastofnanir hafa gert í gegnum tíðina felur í þessu dæmi í sér kostnað upp á 74 milljónir sem hvergi kom fram á greiðsluáætlun og líklegt að lántakandi hefði hugsað sig tvisvar um hefðu upplýsingar um þann heildarlántökukostnaði legið fyrir.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness óskar íslenskum neytendum til hamingju með þessa niðurstöðu og er stolt af því að hafa farið með þetta mál alla leið, en nú tekur við áframhaldandi meðferð málsins í íslenska dómskerfinu.

Hægt er að lesa dóminn í heild sinni með því að smella hér.
Hægt er að lesa fréttatilkynningu frá EFTA dómsstólnum með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image