• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Oct

Styttist í afmæli Verkalýðsfélags Akraness

Helgi Björns og reiðmenn vindanna munu spila á afmælistónleikum félagsinsHelgi Björns og reiðmenn vindanna munu spila á afmælistónleikum félagsinsÞann 14. október næstkomandi verður Verkalýðsfélag Akraness 90 ára en það var stofnað árið 1924. Í tilefni þess mun félagið standa fyrir afmælistónleikum laugardaginn 11. október. Á tónleikunum, sem haldnir verða í Bíóhöllinni kl. 20:30, koma fram Helgi Björns og reiðmenn vindanna og á þann viðburð er félagsmönnum boðið. Hver félagsmaður fær afhentan einn miða á skrifstofu félagsins og hefst afhending þeirra kl. 12 á hádegi á morgun, fimmtudaginn 2. október. Takmarkað magn miða er í boði.

Fyrr um daginn mun hljómsveitin Pollapönk skemmta börnum bæjarins og hefjast þeir tónleikar kl. 15 í Bíóhöllinni. Frítt er fyrir öll börn á meðan húsrúm leyfir en húsið opnar kl. 14:20.

Sjálfan afmælisdaginn ber upp á þriðjudag og þá mun verða heitt á könnunni og meðlæti í boði fyrir þá sem kíkja við á skrifstofu félagsins á milli kl. 14 og 16.

Vonandi sjá sem flestir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness sér fært að taka á einhvern hátt þátt í því að fagna þessum merku tímamótum með félaginu. Auglýsingu um afmæli félagsins má sjá hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image