• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Verkalýðsfélag Akraness er 90 ára í dag Frá tónleikum Pollapönks á laugardaginn
14
Oct

Verkalýðsfélag Akraness er 90 ára í dag

Í dag, 14. október, fagnar Verkalýðsfélag Akraness 90 ára afmæli sínu. Undanfarna daga hefur ýmislegt verið gert til að halda upp á þessi tímamót. Afmælisblað félagsins hefur verið borið út í öll hús á Akranesi en þar má finna gamla og dýrmæta sögumola jafnt sem nýjar fréttir af starfi félagsins.

Síðastliðinn laugardag stóð félagið fyrir tvennum tónleikum í Bíóhöllinni á Akranesi. Þeir fyrri voru ætlaðir yngri kynslóðinni en þar sá hljómsveitin Pollapönk um að halda uppi fjörinu. Tónleikarnir voru opnir öllum og var mikil aðsókn að þeim. Þegar tónleikunum var lokið fengu börnin ís með sér heim.

Seinni tónleikarnir hófust kl. 20:30 en þar fóru Helgi Björns og Reiðmenn vindanna á kostum. Þessir tónleikar voru aðeins fyrir félagsmenn og var vel mætt og stemningin gríðarlega góð.

Í dag lýkur svo formlegum hátíðarhöldum með opnu húsi á skrifstofu félagsins á milli kl. 14 og 16 í tilefni dagsins. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir í heimsókn til að fagna því hversu vel félagið ber aldurinn.

Verkalýðsfélag Akraness óskar öllum félagsmönnum sínum nær og fjær til hamingju með daginn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image