• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Oct

Meirihluti starfsmanna Norðuráls vill taka upp nýtt vaktakerfi

Á fjölmennum fundi sem haldinn var í Bíóhöllinni á Akranesi ekki alls fyrir löngu með starfsmönnum Norðuráls var samþykkt að fara í allsherjar atkvæðagreiðslu meðal fastráðinna starfsmanna á vöktum. Atkvæðagreiðslan snerist um það hvort að í komandi kjarasamningum ætti að leggja áherslu á að taka upp nýtt 8 tíma vaktakerfi með sambærilegum hætti og er hjá Elkem Ísland og hverfa frá 12 tíma vöktum. Í þessari kosningu var líka kveðið á um að lögð yrði áhersla á að ná fram sambærilegum útborguðum launum og 12 tíma vaktakerfið gefur.

Á kjörskrá voru 245 fastráðnir starfsmenn.

203 nýttu kosningarétt sinn sem gerir 82,8% kjörsókn.

Já sögðu 132 sem gera 65%.

Nei sögðu 70 sem gera 34,5%

Eitt atkvæði var ógilt eða 0,5%

Það liggur fyrir að kosningin er nokkuð afdráttarlaus. Í kjölfarið munu trúnaðarmenn og samninganefndin móta komandi kröfugerð og það er ljóst að framundan eru gríðarlega erfiðir kjarasamningar. En með samstöðu starfsmanna ætti að vera hægt að ná góðri niðurstöðu starfsmönnum til heilla.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image