• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Aug

Formaður með kynningu á fiskvinnslunámskeði

Nú stendur yfir fiskvinnslunámskeið fyrir starfsmenn Akraborgar en það er flott fyrirtæki sem framleiðir m.a. niðursuðuvörur úr fisklifur sem bæði er flutt á erlenda markaði sem og innlendan.  Hjá Akraborg starfa um 30 starfsmenn sem tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness og taka starfsmenn laun eftir kjörum fiskvinnslufólks. Rétt er að geta þess að Akraborg er með bónuskerfi sem byggist á afköstum og er meðalbónus starfsmanna um eða yfir 600 krónur á tímann.

Formaður félagsins mun í dag halda kynningu á námskeiðinu um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði en einnig kynna hvaða þjónustu og réttindi félagsmenn VLFA eiga með því að vera félagsmenn VLFA. 

Í maí var haldið fiskvinnslunámskeið fyrir starfsmenn HB Granda og er óhætt að segja að fiskvinnslufyrirtæki á Akranesi standi sig mjög vel í að uppfylla skyldur sínar við að halda fiskvinnslunámskeið eins og kveðið er á um í kjarasamningum VLFA við Samtök atvinnulífsins en að afloknu námskeiði hækka starfsmenn um nokkra launaflokka.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image