• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Aug

Sjómenn kolfelldu nýgerðan kjarasamning

Í gær kom í ljós að fé­lags­menn Sjó­manna­sam­bands Íslands kolfelldu nýgerðan kjara­samn­ing við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi með 445 at­kvæðum gegn 223.

Verkalýðsfélag Akraness er hluti af Sjómannasambandi Íslands en upp undir 100 sjómenn tilheyra sjómannadeild VLFA.  Sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness fól sjómannasambandinu samningsumboð fyrir hönd félagsins en sambandið sá um þessa kjarasamningsgerð.  Það liggur fyrir eins og fram hefur komið hér á heimsíðunni að innihald þessa samnings var einfaldlega alltof rýnt og er það ástæðan fyrir því að sjómenn felldu samninginn.

Formaður VLFA telur að verðlagsmál á sjávarafurðum og lágmarksmönnun á fiskskipum hafi fyrst og fremst ráðið því að sjómönnum hugnaðist ekki þessi samningur.  Rétt er að geta þess að sjómenn hafa verið með lausan kjarasamning frá 1. janúar 2011.  Núna er morgunljóst að vinna þurfi úr þeirri stöðu sem upp er komin og allt eins líklegt að sjómenn grípi til verkfallsvopnsins til að reyna að knýja fram sínar eðlilegu kröfur.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image