• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Jul

Tenging við launavísitölu í kjarasamningi Verkalýðsfélags Akraness við Norðurál skilað um 6,4% fyrstu 6 mánuðina.

Það er óhætt að segja að kjarasamningurinn sem Verkalýðfélag Akraness gerði 17. mars 2015 við forsvarsmenn Norðuráls sé svo sannarlega að svínvirka, en samningurinn hefur skilað starfsmönnum góðum ávinningi.  Í þessum samningi var í fyrsta skipti gengið frá því að launahækkanir taki mið af hækkun launavísitölunnar en í heildina gaf samningurinn á árinu 2015 starfsmönnum um 16% launahækkun.  Á árinu 2015 höfðu laun starfsmanna ekki bara hækkað um 16% heldur fengu starfsmenn einnig 300.000 kr. eingreiðslu samhliða kjarasamningnum í mars í fyrra. Á þessu eina ári hafa starfsmenn á vöktum í kerskála því hækkað með öllu um frá tæpum 72.000 kr. upp í 86.000 kr. á mánuði.

Á fyrstu 6 mánuðum þessa árs hefur launavísitalan gefið starfsmönnum 6,4% og enn eru 6 mánuðir eftir af launavísitölutímabilinu. Það má því allt eins reikna með því að 1. janúar 2017 muni laun starfsmanna Norðuráls hafa hækkað um allt að 10% ef sama ferð verður á launavísitölunni eins og verið hefur fyrstu 6 mánuði þessa árs.  Rétt er að geta þess að heildarlaun byrjanda í Norðuráli á 12 tíma vöktum í kerskála fyrir 182 tíma á mánuði eru núna komin upp í 525.940 kr. og starfsmaður sem er með lengsta starfsaldurinn er kominn upp í tæpar 633.000 kr. Þeir sem hafa lokið báði grunn og framhaldsnámi Stóriðjuskólans eru með tæpar 700 þúsund í heildarlaun með öllu fyrir 182 tíma vinnu á mánuði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image