• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Jan

Árangurslaus fundur í kjaradeilu Norðuráls

Rétt í þessu lauk samningafundi hjá ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings starfsmanna Norðuráls. Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni vísuðu stéttarfélögin sem eiga aðild að samningnum deilunni til ríkissáttasemjara í ljósi þess að himinn og haf eru á milli samningsaðila.

Það er skemmst frá því að segja að ákkurat ekkert kom út úr þessum fundi og verður að segjast alveg eins og er að framhaldið er síður en svo bjart hvað varðar lausn á þessari deilu. Eins og áður sagði ber gríðarlega mikið í milli samningsaðila en starfsmenn hafa eðlilega miklar væntingar til þessa kjarasamnings. Fyrirtækinu hefur ætíð gengið gríðarlega vel, skilað umtalsverðum hagnaði í gegnum árin og hlutfall launakostnaðar af heildarveltu með því lægsta sem gerist hér á landi.

Næsti fundur verður ekki fyrr en eftir viku en trúnaðarráð starfsmanna óskaði eftir því við stéttarfélögin að þau myndu kanna hvort og þá hvenær hægt sé fyrir starfsmenn að láta kjósa um yfirvinnubann. Að sjálfsögðu ætla stéttarfélögin að fara strax í þessa vinnu því eins og áður sagði ber það mikið í milli að því miður eru ekki miklar líkur á að deiluaðilar nái saman án einhverra átaka.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image