• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Jan

Grunnlaun sorphirðumanna til skammar

Þessir vösku sorphirðumenn gáfu sér smástund til að líta upp frá vinnu sinni og þiggja kaffibolla á kaffistofu félagsins áður en þeir drifu sig aftur út í frost og snjó að sinna sínu mikilvæga starfi.

Í morgun voru starfsmenn Íslenska Gámafélagsins önnum kafnir við að tæma ruslatunnur á Sunnubrautinni. Formaður greip tækifærið, kallaði í þá og bauð þeim kaffi og kleinur, enda er það mat formanns að starf sorphirðumanna sé eitt það erfiðasta líkamlega og á það kannski sérstaklega við þegar veðurskilyrði eru eins og við þekkjum hér á landi, mikið fannfergi og svæðið erfitt yfirferðar.

Þessi vinnuskilyrði endurspeglast svo sannarlega ekki í launakjörum þessara manna, enda eru grunnlaun sorphirðumanna hlægilega lág miðað við áðurnefnd vinnuskilyrði og erfiði. Það liggur fyrir að sorphirðumenn eru að ganga eða hlaupa 30 til 40 kílómetra á einum vinnudegi og því greinilegt þetta starf er gríðarlega annasamt og erfitt.

Grunnlaunin eru eins og áður sagði til skammar, en grunnlaun almenns sorphirðumanns eru 206.500 krónur sem svo sannarlega endurspegla ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirra og vinnuskilyrði þeirra, eins og áður var lýst. Þetta er eitt af því sem svo sannarlega þarf að lagfæra í komandi kjarasamningum, það eru kjör sorphirðumanna sem og annarra verkamanna á íslenskum vinnumarkaði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image