• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Mar

Kjarasamningur Norðuráls svínvirkar

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá gekk Verkalýðsfélag Akraness frá tímamótasamningi við Norðurál á síðasta ári en sá samningur byggðist meðal annars á því að tengja launahækkanir starfsmanna við hækkun launavísitölu. En á fyrstu 12 mánuðum samningsins hækkuðu laun starfsmanna Norðuráls um 16% en auk þess fékk hver og einn starfsmaður 300.000 kr. eingreiðslu. 

Næsta hækkun mun koma 1. janúar 2017 og er óhætt að segja að fyrstu 2 mánuðirnir lofi góðu hvað varðar launahækkunina enda hefur launavísitalan á fyrstu tveimur mánuðum ársins hækkað um rétt tæp 4% en í síðasta mánuði hækkaði hún um 3,5%. Þannig að nú þegar eru starfsmenn Norðuráls búnir að tryggja sér tæp 4% sem munu koma 1. janúar 2017 og það þrátt fyrir að 10 mánuðir séu enn eftir í mælingu launavísitölunnar. Það er alveg morgunljóst að hér var um algjöran tímamótasamning að ræða sem mun koma starfsmönnum Norðuráls mjög vel og hann verður töluvert yfir þeim væntingum sem menn reiknuðu með að hann myndi gefa. Það góða við tengingu við launavísitölu er að allt launaskrið sem verður á íslenskum vinnumarkaði hefur VLFA tryggt starfsmönnum Norðuráls.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image