• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Trúnaðarmannanámskeið í næstu viku Frá trúnaðarmannanámskeiði VLFA í nóvember 2015
11
Mar

Trúnaðarmannanámskeið í næstu viku

Það er hverju stéttarfélagi mikilvægt að vera með góða, öfluga og vel upplýsta trúnaðarmenn sem eru tilbúnir til að taka að sér krefjandi verkefni á vinnustöðunum, verkefni sem lúta að hinum ýmsu málum sem kunna að koma upp tengd kjarasamningum og öðrum réttindamálum launafólks. Á þeirri forsendu heldur Verkalýðsfélag Akraness reglulega námskeið til að gera sína trúnaðarmenn hæfari til að gegna þessu ábyrgðarmikla hlutverki og í næstu viku er komið að slíku námskeiði. 

Námskeiðið verður haldið 14. til 16. mars og stendur yfir frá kl. 9-16. Í þessari lotu munu 9 trúnaðarmenn sitja námskeiðið en sem fyrr er það Félagsmálaskóli alþýðu sem annast kennsluna. Fræðslan er þrepaskipt og á þessu námskeiði er um að ræða 1. þrep þar sem töluverð endurnýjun hefur verið í hópi trúnaðarmanna félagsins undanfarin ár. Á fyrsta degi námskeiðsins verður fjallað um þjóðfélagið og vinnumarkaðinn, annan daginn verður farið í starf trúnaðarmannsins og stöðu hans og á síðasta degi námskeiðsins verður umfjöllunarefnið samskipti á vinnustað.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image