• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Mar

Neyðarkerran afhent Rauða krossinum á morgun

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá tók Verkalýðsfélag Akraness það verkefni að sér að safna fyrir neyðarkerru eftir að hafa fengið ábendingu um að slík kerra væri ekki til staðar hér á Akranesi. Þessi neyðarkerra inniheldur allan mikilvægasta búnað til að starfrækja fjöldahjálparstöð með gistingu fyrir 30 manns fyrsta sólarhringinn í neyðaraðgerðum. 

Formaður félagsins hafði samband við nokkur öflug fyrirtæki hér á Akranesi - Norðurál, HB Granda, Elkem Ísland, Faxaflóahafnir og Akraneskaupstað og óskaði eftir að þessir aðilar myndu leggja þessu brýna samfélagsmáli lið. Það er skemmst frá því að segja að það tók örskamma stund að safna fyrir kerrunni og voru allir tilbúnir til að leggja málefninu lið. Meira að segja hafði slysavarnadeildin Líf samband þegar hún frétti af þessari söfnun og óskaði eftir að fá að leggja fjármuni í verkefnið. 

Á morgun verður neyðarkerran formlega afhent Rauða krossinum á Akranesi og er Verkalýðsfélag Akraness stolt af því að hafa tekið þátt í þessu verkefni en félagið mun styrkja þetta mál um 200.000 kr. Vill stjórn félagsins þakka fyrirtækjunum, Akraneskaupstað og slysavarnadeildinni Líf fyrir að hafa tekið svona vel í að styðja við þetta góða og þarfa verkefni.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image