• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Jan

Fiskvinnslunámskeið haldið hjá HB Granda

Í gær hélt HB Grandi fiskvinnslunámskeið sem veitir þátttakendum tveggja launaflokka hækkun. Þegar launin eru lág skiptir hver króna miklu máli. Þessi námskeið hækka ekki bara launin heldur öðlast fiskvinnslumaðurinn meiri þekkingu á hinum ýmsu sviðum enda fjölbreytt efni sem kennt er á slíkum námskeiðum.

Eins og svo oft áður kom formaður félagsins á þetta námskeið og hélt erindi er lýtur að réttindum og skyldum á íslenskum vinnumarkaði. Í kjölfarið sköpuðust miklar umræður og fram komu spurningar um hin ýmsu atriði sem tengjast þessum málefnum. Þetta námskeið var flott og HB Grandi á skilið hrós fyrir að halda reglulega slík námskeið en því miður er slíku ekki til að dreifa hjá öllum fiskvinnslufyrirtækjum á landinu.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image