• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Oct

VLFA styður að gerð verði ný neysluviðmið

Nú liggur fyrir þingsályktunartillaga frá Elsu Láru Arnardóttur um útreikning á nýjum neysluviðmiðum fyrir íslensk heimili. Verkalýðsfélag Akraness hefur nú skilað umsögn vegna þessarar tillögu og er skemmst frá því að segja að Verkalýðsfélag Akraness fagnar innilega þessari tillögu enda byggir hún á því að finna út með afgerandi hætti hver raunveruleg neysluviðmið íslenskra heimila eiga að vera.  

Það skiptir miklu máli fyrir verkalýðshreyfinguna að fá nákvæma tölu um hvað einstaklingur þarf í lágmarksframfærslu á mánuði því það hlýtur að vera stefna aðila vinnumarkaðarins að lágmarkskjör á Íslandi dugi að lágmarki fyrir framfærslukostnaði hvers mánaðar fyrir sig. Enda fékk Verkalýðsfélag Akraness samþykkta á nýafstöðnu þingi ASÍ tillögu er laut að því að hækka þurfi lágmarkslaun á Íslandi þannig að þau dugi fyrir lágmarksframfærslu. Hinsvegar er það morgunljóst að lágmarkslaun í dag duga engan veginn fyrir lágmarksframfærslu sem hið opinbera hefur gefið út.

Hægt er að lesa umsögn félagsins hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image