• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Verkalýðsfélag Akraness veitir Ágústi Júlíussyni styrk Frá kjöri íþróttamanns Akraness. (Mynd af akranes.is/Myndsmiðjan)
19
Jan

Verkalýðsfélag Akraness veitir Ágústi Júlíussyni styrk

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur tekið ákvörðun um að veita Ágústi Júlíussyni, sundkappa, 200.000 kr. styrk úr styrktarsjóði félagsins. Ágúst, sem er fæddur árið 1989, hefur staðið sig gríðarlega vel og margoft orðið Íslandsmeistari undanfarin ár. Árið 2015 varð hann til dæmis fjórfaldur Íslandsmeistari og keppti einnig á Smáþjóðarleikunum með landsliði Íslands í boðsundi þar sem liðið landaði silfri.

Ágúst vinnur fulla vinnu meðfram stífum sundæfingum og er þannig góð fyrirmynd sem sýnir að allt er hægt með góðu skipulagi og ef viljinn er fyrir hendi. Nú í janúar var Ágúst kjörinn íþróttamaður Akraness í annað sinn og er hann vel að þeim titli kominn.

Verkalýðsfélag Akraness óskar Ágústi til hamingju með árangurinn og óskar honum velfarnaðar á komandi sundári.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image