• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Jan

Laun starfsmanna Norðuráls hafa hækkað um tæp 16% á einu ári!

Í mars á síðasta ári gerði Verkalýðsfélag Akraness tímamótasamning við Norðurál á Grundartanga en í þeim samningi var samið um að tengja launabreytingar starfsmanna við hækkun launavísitölunnar. Samningurinn byggðist á því að upphafshækkunin var 6% og auk þess var samið um að starfsmenn fengju á nýjan leik hækkun samkvæmt hækkun launavísitölu frá desember 2014 til júní 2015 og reyndist sú hækkun vera 4,25%. Næsta hækkun var frá júlí 2015 til desember 2015 og á þessu 6 mánaða tímabili munu starfsmenn núna fá hækkun frá og með 1. janúar um 4,703%.

Þetta þýðir að á þessu eina ári frá því að Verkalýðsfélag Akraness gerði kjarasamning við Norðurál þá hafa laun starfsmanna hækkað um tæp 16%. Það er ekki bara að launin hafi hækkað um 16% heldur fengu starfsmenn 300.000 kr. eingreiðslu samhliða kjarasamningnum í mars í fyrra. Á þessu eina ári hafa starfsmenn á vöktum í kerskála því hækkað með öllu um frá tæpum 72.000 kr. upp í 86.000 kr. á mánuði.

Heildarlaun byrjanda í Norðuráli á 12 tíma vöktum í kerskála fyrir 182 tíma á mánuði eru núna komin upp í 525.940 kr. og starfsmaður sem er með lengsta starfsaldurinn er kominn upp í tæpar 633.000 kr. Það er sorglegt til þess að vita að á sama tíma og þessi kjarasamningur náðist til handa starfsmanna Norðuráls þá hefur ekkert gengið að semja við Alcan í Straumsvík en samningur Norðuráls rann út á sama tíma og samningur Alcan. Verkalýðsfélag Akraness getur ekki neitt annað en sent starfsmönnum Alcan í Straumsvík baráttukveðjur í því að ná fram í það minnsta sambærilegum launahækkunum og náðust í Norðuráli en það er hinsvegar sorglegt til þess að vita að samninganefnd Alþýðusambands Íslands skuli hafa skilið starfsmenn Alcan eftir kjarasamningslausa þegar endurskoðun kjarasamninga fór fram.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image