• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Jul

Laun starfsmanna Norðuráls hafa hækkað um tæp 26% á tveimur árum

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðu félagsins þá gerði Verkalýðsfélag Akraness í kjarasamningum við Norðurál árið 2015 tímamótasamning sem byggist á því að laun starfsmanna taka hækkunum samkvæmt launavísitölunni. En rétt er að geta þess að slíkt er nánast óþekkt á hinum almenna vinnumarkaði hvað verkafólk varðar.

Það er óhætt að segja að þessi tímamótasamningur sé svo sannarlega að skila starfsmönnum góðum ávinningi en á fyrstu tveimur árunum sem liðin eru af samningstímanum hafa laun starfsmanna hækkað um tæp 26%. Sem dæmi þá hafa laun byrjanda á vöktum hækkað á þessum tveimur árum um tæpar 120 þúsund á mánuði með öllu og nema heildarlaun byrjanda þegar allt er talið með um 600 þúsund krónum á mánuði. Hins vegar hefur starfsmaður sem er með 10 ára starfsreynslu hækkað í launum um rúmar 140 þúsund krónur á mánuði og nema launin rétt tæpum 700 þúsund krónum þegar allt er talið með.

Eins og áður sagði er þetta tímamótasamningur þar sem starfsmönnum Norðuráls er tryggt allt það launaskrið sem er á íslenskum vinnumarkaði með þessari tengingu við launavísitöluna en rétt er að geta þess að fyrstu 6 mánuði þessa árs hefur launavísitalan hækkað um 5,33% og því má áætla að launahækkun starfsmanna Norðuráls muni verða þetta á bilinu 7 til 9% 1. janúar á næsta ári.

Einnig er rétt að geta þess að nýverið gekk Verkalýðsfélag Akraness frá öðrum stóriðjusamningi þar sem sama ákvæði um tengingu launahækkana starfsmanna er við launavísitölu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image