• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Jun

Skrifað undir kjarasamning vegna fiskimjölsverksmiðjunnar

Það er óhætt að segja að nóg hafi verið að gera í kjarasamningsgerð hjá Verkalýðsfélagi Akraness á liðnum vikum, en eins og fram hefur komið hér á heimasíðu félagsins þá gekk félagið frá nýjum kjarasamningi við Elkem Ísland þann 12. maí síðastliðinn og í gær skrifaði félagið undir nýjan sérkjarasamning milli Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins vegna starfsmanna í fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi.

Þessi samningur gildir afturvirkt frá 1. mars 2017 til 15. maí 2019, en samningurinn er að gefa starfsmönnum við undirritun rétt rúm 10% launahækkun með öllu og eru flestir starfsmenn að hækka í launum sem nemur rúmum 43 þúsund krónum á mánuði. Allir starfsmenn fiskimjölsverksmiðjunnar eru með svokallað SF-námskeið og viðbótarnámskeið sem þýðir að starfsmaður með 7 ára starfsreynslu verður með 365.141 krónu á mánuði í grunnlaun og ofaná þau laun leggjast síðan vaktaálög sem voru hækkuð úr 30% í 36%. Einnig fá starfsmenn svokallaðan vaktabónus þannig að heildarlaun starfsmanns með SF-námskeið verða rétt tæp 500 þúsund fyrir 173 tíma á mánuði.

Á morgun mun formaður kynna nýjan kjarasamning fyrir starfsmönnum og að aflokinni kynningu verður kosið um samninginn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image