• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Sjómannadagurinn 2017 Börnin á Teigaseli fóru í göngutúr í morgun. Þau skoðuðu hafnarsvæðið og fengu svo harðfisk frá VLFA á Akratorgi.
09
Jun

Sjómannadagurinn 2017

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land á sunnudaginn kemur. Hefð er fyrir því að Verkalýðsfélag Akraness gefi leikskólabörnum harðfisk í tilefni dagsins og í morgun fór formaður félagsins fyrir hönd sjómanna á alla leikskóla bæjarins með harðfiskpoka handa börnunum og var hvarvetna tekið vel á móti honum. Hægt er að sjá myndir frá heimsóknunum hér.

Á sjálfan sjómannadaginn verður dagskrá með hefðbundnu sniði. Verkalýðsfélag Akraness mun að vanda annast minningarstund við minnismerki um týnda sjómenn í kirkjugarðinum kl. 10:00. Að henni lokinni verður hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11 þar sem sjómaður verður heiðraður fyrir störf sín, en í ár er það Ingimar Magnússon, fyrrv. skipstjóri, sem hlýtur heiðursmerki Sjómannadagsráðs. Að messu lokinni verður gengið fylktu liði að minnismerki sjómanna á Akratorgi og blómsveigur lagður að því eftir stutta athöfn.

Aðrir dagskrárliðir eru fjölmargir og má þar til dæmis nefna dorgveiðikeppni, róðrarkeppni, dýfingarkeppni, kaffisölu Slysavarnardeildarinnar Lífar og fjölskylduskemmtun á hafnarsvæðinu svo eitthvað sé nefnt, og eru bæjarbúar hvattir til að taka þátt í hátíðahöldunum. Upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar:

Dagskrá sjómannadagsins á Akranesi 2017

Kl. 9:00-18:00
Frítt í sund í Jaðarsbakkalaug

Kl. 10:00
Minningarstund við minnismerki um týnda sjómenn í kirkjugarði.

Kl. 10:00-18:00  
Frítt í Akranesvita. Ljósmyndasýning Hildar Björnsdóttur prýðir veggi vitans.

Kl. 10:30
Á Breið afhenda félagar í Slysavarnardeildinni Líf fulltrúa Akraneskaupstaðar björgunarhringi að gjöf.

Kl. 11:00  
Sjómannadagsmessa í Akraneskirkju, sjómaður heiðraður. Blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna á Akratorgi að lokinni athöfn.

Kl. 11:00
Dýfingakeppni á vegum Sjóbaðsfélags Akraness. Keppendur og áhorfendur safnast saman við Aggapall við Langasand. Dýfingarnar munu fara fram af nýju björgunarskipi Björgunarfélags Akraness. Keppt verður í tveimur greinum, annars vegar hefðbundinni stungu og hins vegar frjálsri aðferð. Aldursflokkar verða tveir, 49 ára og yngri og 50+. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki.

Kl. 12:00 
Opnun ljósmyndasýningar Hildar Björnsdóttur, Farið á fjörur, í Akranesvita. Travel Tunes Iceland spila við opnunina.

Kl. 13:00-14:00
Dorgveiðikeppni á Sementsbryggjunni.

Kl. 13:30 
Björgunarfélag Akraness vígir nýtt björgunarskip á hafnarsvæðinu, allir velkomnir.

Kl. 13:30-16:30  
Kaffisala í Jónsbúð við Akursbraut á vegum Slysavarnardeildarinnar Lífar. Allir hjartanlega velkomnir.

Kl.14:00-16:00  
Fjölskylduskemmtun á hafnarsvæðinu í samstarfi við Akraneskaupstað, Verkalýðsfélag Akraness, HB Granda, Faxaflóahafnir, Runólf Hallfreðsson ehf., Björgunarfélag Akraness og Fiskmarkað Íslands. Á boðstólnum verða m.a.: Róðrarkeppni Gamla Kaupfélagsins, bátasmíði í boði Húsasmiðjunnar, kassaklifur, furðufiskar og ýmislegt fleira. Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar í heimsókn ef aðstæður leyfa og félagar í Sjósportfélaginu Sigurfara verða sýnilegir á svæðinu.Þá verður ýmislegt sjávartengt til sölu, bæði matur til að njóta á staðnum sem og aðrar vörur.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image