• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Forstjóri HB Granda boðar formann VLFA og trúnaðarmenn á fund kl. 14:15 í dag Frystihús HB Granda á Akranesi
11
May

Forstjóri HB Granda boðar formann VLFA og trúnaðarmenn á fund kl. 14:15 í dag

Eins og flestir vita þá tilkynntu forsvarsmenn HB Granda í lok mars að þeir hefðu áform um að leggja niður landvinnsluna á Akranesi og segja allt að 100 manns upp störfum. Verkalýðsfélag Akraness og forsvarsmenn Akraneskaupstaðar mótmæltu þessum áformum harðlega og óskuðu eftir því við fyrirtækið að það myndi fresta þessum áformum og hefja viðræður við Akraneskaupstað. Grundvöllur þeirra viðræðna var að kanna hvað það væri sem til þyrfti svo að fyrirtækið myndi hætta við þessi áform sín og með því bjarga þeim störfum sem hér væru undir.

Viðræður á milli Akraneskaupstaðar og forsvarsmanna HB Granda hafa staðið yfir á undanförnum vikum en rétt í þessu hafði forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, samband við formann félagsins og óskaði eftir fundi kl. 14:15 og í kjölfarið verður fundað með starfsmönnum kl. 15. Formaður veit ekki hvert tilefni fundarins er en það er ljóst að það tengist þessum áformum og því er það einlæg von Verkalýðsfélags Akraness að tíðindin verði jákvæð þannig að hægt verði að bjarga þeim mikilvægu störfum sem hér eru undir. Eins og áður sagði eru þetta uppundir 100 manns sem starfa í landvinnslunni en með afleiddum störfum eru uppundir 150 störf sem um ræðir.

Eins og áður sagði er ekkert annað í stöðunni en að vona það besta enda er það einlægur vilji Verkalýðsfélags Akraness að við Akurnesingar verðum áfram hluti af þessu öfluga fyrirtæki sem HB Grandi er og skiptir það okkur Akurnesinga gríðarlega miklu máli.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image