• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Nýr kjarasamningur undirritaður við Elkem Verksmiðja Elkem á Grundartanga
12
May

Nýr kjarasamningur undirritaður við Elkem

Rétt í þessu var undirritaður nýr kjarasamningur við Elkem Ísland á Grundartanga. Það er mat formanns Verkalýðsfélags Akraness að samningurinn sé mjög ásættanlegur enda náðust helstu megináherslur kröfugerðarinnar fram. Samningurinn mun verða afturvirkur frá 1. febrúar 2017 og eru ýmis mikilvæg réttindamál inni í þessum nýja samningi. Meðal annars náðist áfangi sem barist hefur verið fyrir í mörg ár sem er svokallaður stóriðjuskóli en þessi skóli mun heita Elkem skólinn. Námið er tvískipt og að loknum hvorum hluta fyrir sig fá starfsmenn 5% launahækkun og er því 2 x 5% launahækkun í boði í gegnum Elkem skólann. 

Einnig var bónuskerfinu breytt umtalsvert sem mun gefa starfsmönnum hærri bónus heldur en í þeim samningi sem nú var að renna út og einnig er ágætis hækkun á grunnlaunum sem hefur margfeldisáhrif á aðra kjaraliði. Orlofs- og desemberuppbætur munu hækka um rúm 11% og verða hvor fyrir sig 202.000 kr. eða samtals 404.000 kr á ári.

Samningurinn verður kynntur ítarlega fyrir starfsmönnum á þriðjudaginn, 16. maí, þar sem formaður mun fara yfir þau atriði sem náðust. Eins og áður sagði náðust helstu atriðin þó alltaf sé það þannig í kjarasamningsgerð að menn hefðu viljað fá enn meira. En heilt yfir er þessi kjarasamningur mjög góður að mati formanns.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image