• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Formaður með erindi í vinnumarkaðsfræði í Háskóla Íslands Formaður félagsins, Vilhjálmur Birgisson
24
Sep

Formaður með erindi í vinnumarkaðsfræði í Háskóla Íslands

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands sem kennir nú vinnumarkaðsfræði í meistaranámi, óskaði eftir því við formann félagsins að hann kæmi og hitti nemendur hans. Tilgangurinn var sá að formaður færi yfir stöðu verkalýðshreyfingarinnar, mikilvægi hennar og hin ýmsu mál er lúta að starfsemi hreyfingarinnar. Að sjálfsögðu varð formaðurinn við þessu erindi en þetta er í fjórða sinn á nokkrum árum sem hann hittir nemendur Gylfa í þessum tilgangi.

Formaður fór víða í klukkustundarlöngu erindi sínu og kom meðal annars inn á mikilvægi verkalýðshreyfingarinnar og þá mörgu stóru sigra sem hreyfingin hefur unnið á liðnum áratugum. Hann kom einnig inn á það að honum hefur fundist hafa hallað allverulega undan fæti hvað baráttuanda innan hreyfingarinnar varðar á liðnum árum. Fjallaði hann um svokallaða samræmda launastefnu, lífeyrismál, ofurlaunastefnu og komandi kjarasamninga svo eitthvað sé nefnt.  

Þetta var afar skemmtileg stund að mati formanns enda fékk hann margar spurningar tengdar hinum ýmsu málefnum hreyfingarinnar enda. Þetta er jafnframt ágætt tækifæri til að koma upplýsingum á framfæri um starfsemi íslenskrar verkalýðshreyfingar. Hún er mikilvæg og verður mikilvæg en það er grundvallaratriði fyrir forystumenn í verkalýðshreyfingunni að hlusta vel á rödd alþýðunnar því það er alveg morgunljóst að hægt er að gera betur í hinum ýmsu baráttumálum er lúta að hagsmunum launafólks og nægir að nefna í því samhengi kjör þeirra sem hvað höllustum fæti standa í íslensku samfélagi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image