• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Jul

Unnið að nýjum kjarasamningi vegna starfsmanna Akraneskaupstaðar

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá vísaði Verkalýðsfélag Akraness kjaradeilu félagsins við launanefnd sveitarfélaga, vegna starfsmanna þeirra sem starfa við Akraneskaupstað, til Ríkissáttasemjara. Vísunin átti sér stað 24 .júní síðastliðinn og í kjölfarið boðaði Ríkissáttasemjari deiluaðila til fundar og var sá fundur haldinn í húsakynnum hans þann 1. júlí síðastliðinn.

Á þeim fundi lagði launanefnd sveitarfélaga fram drög að nýjum kjarasamningi til eins árs og er félagið nú með þessi drög til skoðunar. Það er ljóst að félagið er ekki tilbúið til að skrifa undir þennan samning fyrr en gengið hefur verið frá nokkrum atriðum er lúta að sérákvæðum Verkalýðsfélags Akraness við Akraneskaupstað.

Á miðvikudaginn síðastliðinn átti formaður fund með Ólafi Adolfssyni forseta bæjarstjórnar og Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra þar sem þessi mál og önnur mál er lúta að hagsmunum félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness voru til umræðu. Er skemmst frá því að segja að þetta var mjög góður fundur og eru bæjaryfirvöld nú með erindi félagsins varðandi áðurnefnd sérákvæði til skoðunar og fær félagið væntanlega svar um miðja næstu viku. Það er ljóst eins og áður sagði að forsenda fyrir því að VLFA skrifi undir þennan samning er að gengið verði frá þessum sérákvæðum og eins og staðan er í dag og eftir þennan fína fund með forseta bæjarstjórnar og bæjarstóra er formaður bara nokkuð vongóður.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image