• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Jul

Stöðvið blóðbaðið á Gaza - Útifundur á Lækjartorgi á morgun kl. 17

Engum þeim sem eitthvað hafa fylgst með fréttum ætti að geta dulist hið grafalvarlega ástand sem nú ríkir á Gaza-svæðinu. Formaður Verkalýðsfélags Akraness tekur undir kröfur friðar- og mannréttindasamtaka víða um heim og krefst þess að mannréttindi séu virt á svæðinu og fordæmir það ofbeldi og ofsóknir sem saklausir borgarar hafa þurft að þola á svæðinu, enda getur slíkt aldrei verið réttlætanlegt.

Félagið Ísland-Palestína, með stuðningi fjölmargra annarra félagasamtaka, gengst fyrir útifundi á Ingólftorgi kl. 17 á morgun, miðvikudaginn 23. júlí. Ræðumaður er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en auk hans koma fram nokkrir listamenn. Fundurinn verður haldin undir kjörorðunum:

„Stöðvum blóðbaðið, alþjóðlega vernd"

"Burt með herkvína, niður með hernámið“ og

„Frjáls Palestína“

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hvetur félagsmenn og landsmenn alla til að mæta á útifundinn og mótmæla þeim grimmilegu mannréttindabrotum sem eiga sér stað á Gaza-svæðinu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image