• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Sjómannadagurinn á Akranesi Frá heiðruninni í Akraneskirkju
02
Jun

Sjómannadagurinn á Akranesi

Eins og undanfarin ár stóð Verkalýðsfélag Akraness fyrir nokkrum viðburðum í tilefni Sjómannadagsins um helgina. Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hófust þeir viðburðir strax á föstudeginum þegar starfsmenn VLFA heimsóttu alla leikskóla bæjarins og gáfu uppundir 500 börnum harðfisk í tilefni dagsins.

Á Sjómannadaginn sjálfan tók félagið þátt í minningarathöfn í kirkjugarðinum þar sem blómsveigur var lagður á minnisvarða týndra sjómanna og var það formaður sjómannadeildar félagsins, Kristófer Jónsson, sem lagði blómsveiginn að minnisvarðanum. Að aflokinni minningarstundinni í kirkjugarðinum var haldin hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju þar sem sjómaður var heiðraður fyrir vel unnin störf.

Í ár var það Kristófer Bjarnason, mikill aflaskipstjóri meðal annars á skipum Haraldar Böðvarssonar og co. sem heiðraður var. Það ánægjulega í þessu er að formaður sjómannadeildar, Kristófer Jónsson, er barnabarn Kristófers Bjarnasonar og því var það afar ánægjulegt að sjá þegar nafni þess sem heiðrunina fékk hengdi æðsta merki Sjómannadagsins á afa sinn.

Að lokinni guðsþjónustunni gengu kirkjugestir á Akratorg þar sem blómsveigur var lagður að sjómannastyttunni eins og gert hefur verið um áratuga skeið. Að þessu loknu hófst fjölskyldudagskrá við Akraneshöfn þar sem boðið var upp á hin ýmsu leiktæki og meðal annars kom landhelgisgæslan á þyrlunni og sýndi björgun úr sjó. Að þessari dagskrá stóðu Akraneskaupstaður og Verkalýðsfélag Akraness en yfirumsjón með dagskránni höfðu félagar úr björgunarsveitinni á Akranesi. Myndir frá deginum má sjá hér.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image