• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Ásmundur Friðriksson í heimsókn á skrifstofu VLFA Frá heimsókninni í dag
10
Jun

Ásmundur Friðriksson í heimsókn á skrifstofu VLFA

Í dag kom í heimsókn á skrifstofu félagsins þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson. Það er óhætt að segja að það er alltaf ánægjulegt þegar þingmenn sjá sér fært að koma í heimsókn og ræða hagsmuni alþýðunnar, heimilanna og stöðu þjóðarinnar almennt. Það gerist margoft að þingmenn komi á skrifstofu félagsins til að ræða hin ýmsu mál er lúta að hagsmunum alþýðunnar og er það gott.

Formaður átti gott spjall við Ásmund og meðal annars ræddu þeir töluvert um launakjör í fiskvinnslu. Það var afar ánægjulegt að heyra Ásmund segja að hann hafi rætt það víða og skrifað greinar um að kjör fiskvinnslufólks hér á landi séu síður en svo ásættanleg. Verkalýðsfélag Akraness hefur margoft bent á að kjör fiskvinnslufólks hér á landi séu til skammar í ljósi þeirrar bláköldu staðreyndar að staða sjávarútvegsfyrirtækja vítt og breitt um landið er gríðarlega sterk um þessar mundir. Því er sorglegt að fiskvinnslufólk skuli ekki fá aukna hlutdeild í þessari sterku afkomu þessara fyrirtækja.

Formaður fór yfir stöðu atvinnumála hér á Akranesi og það er ljóst að mörg sveitarfélög öfunda Akranes af því hversu sterkt atvinnulífið er á okkar svæði. Eins og flestir vita þá kemur Ásmundur frá Reykjanesbæ og þar hefur atvinnuástandið verið bágborið um alllanga hríð. Það skiptir hvert sveitarfélag gríðarlegu máli að vera með sterkar stoðir í sínu atvinnulífi.

Þetta var ánægjuleg heimsókn og þakkar félagið Ásmundi kærlega fyrir innlitið.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image